Fótbolti - Kevin Bru til ÍBV

17.ágú.2023  16:45

Franski knattspyrnumaðurinn Kevin Bru mun leika með ÍBV út yfirstandandi keppnistímabil en hann hefur fengið leikheimild með liðinu. Þrátt fyrir að Kevin sé frá Frakklandi hefur hann leikið fjölda landsleikja fyrir Máritíus frá því að hann ákvað að spila fyrir þjóð foreldra sinna 2011, þá hafði Kevin áður verið í U18 og U19 ára landsliðum Frakklands.

Kevin, sem er 34 ára, hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu allt frá því að hann lék fyrsta leikinn sinn fyrir Rennes 17 ára gamall. Hann lék fjögur tímabil með Ipswich í Championship deildinni þar sem hann spilaði hátt í 100 leiki. 

Við bjóðum Kevin velkominn til Vestmannaeyja.

ÍBV leikur við Fylki á sunnudaginn á Hásteinsvelli klukkan 16:15.