Skráning iðkenda fer fram á https://ibv.felog.is/ ef þig vantar aðstoð hafðu þá samband við starfsfólk á skrifstofu félagsins í Týsheimilinu eða í síma 481-2060
Aðeins er eitt gjald greitt til félagsins fyrir að æfa handknattleik og knattspyrnu við mjög góðar aðstæður.
Munið að haka við frístundastyrk þegar þið gangið frá æfingagjöldum ef þið viljið nýta hann, það er ekki hægt að sækja hann til bæjarins eftirá.
Æfingagjöldunum er aldursskipt og er skiptingin tengd ferðakostnaði og æfingafjölda.
Aldur | Árgangur | Æfingagjöld - árgjald | Önnin |
2-3 ára | 2017-2018 | 12,900 kr | 6,450 kr |
4-6 ára | 2015-2016 | 25,500 kr | 12,750 kr |
7-10 ára | 2011-2014 | 72,500 kr | |
11-12 ára | 2009-2010 | 75,900 kr | |
13-16 ára | 2005-2008 | 79,500 kr | |
17-18 ára | 2003-2004 | 35,000 kr |
Systkinaafsláttur er veittur að undanskildu því að hann reiknast ekki hjá yngri en 6 ára og eldri en 16 ára börnum.
Séu 2 systkini eða fleiri að æfa reiknast 12% afsláttur af gjöldum allra barna (kemur þegar fleiri börn eru skráð)
Innifalið í æfingagjöldum hjá 7 ára og eldri eru æfingar bæði í handknattleik og knattspyrnu, ÍBV treyja fylgir með annað hvert ár. ÍBV greiðir einnig ferðakostnað í öll mót með Herjólfi hjá öllum flokkum. Þá fá börn sem æfa hjá félaginu frítt á alla heimaleiki meistaraflokka félagsins.
Vestmannaeyjabær býður upp á 35.000 kr. í frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 2 - 18 ára. Taka má styrkinn allan út í einu eða skipta honum niður.
Markmið og tilgangur frístundastyrksins er:
Þegar iðkandi er skráður inn á https://ibv.felog.is/ er hægt að velja um að nýta frístundastyrkinn og þarf því aðeins að ganga frá greiðslum af því sem eftir stendur.
Það þarf því ekki að leggja út fyrir öllum æfingagjöldunum og fá svo frístundastyrkinn endurgreiddan.