Fótbolti - Henrik Máni kemur á láni

01.mar.2024  15:15

Knattspyrnumaðurinn Henrik Máni Hilmarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Henrik er 21 árs varnarmaður sem kemur til með að styrkja ÍBV í öftustu línu.

Henrik hefur komið við sögu í leikjum Stjörnunnar síðustu tvö tímabil, bæði í deild og í úrslitakeppni efri hlutans, þá var hann á láni hjá KFG og gerði vel þegar liðið var nálægt því að komast upp úr 3. deildinni árið 2022. Hann var lykilmaður í liði Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í 2. flokki karla árið 2021.

Knattspyrnudeildin býður Henrik velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins við hann.