Fótbolti - Fótboltaskóli ÍBV og HKK

06.mar.2024  15:07

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns

Verður haldinn páskavikuna 25-27 mars nk er það verður frí í skóla sem og á æfingum.   Hér er frábært tækifæri til að brjóta upp daginn fyrir krakkana sem og efla þau í fótboltanum.

Fótboltaskólinn er fyrir krakka í 1-8 bekk.

 Allir þáttakendur fá gefins páskaegg.

Nákvæm tímasetning verður sett upp eftir að fjöldi þáttakenda liggur fyrir.  Gera má ráð fyrir að æfingar verði á milli klukkan 10-15 hvern dag.  Þáttakendum verður skipt upp eftir aldri og væntanlega kyni einnig.

Stjórnandi skólans verður Óskar Elías Zoega og munu leikmenn og þjálfarar mfl karla stjórna æfingum.

Það verður sérstök áhersla lögð á tækniæfingar og mun fjöld þjálfara vera á hverri æfingu til að þær skili sem mestu fyrir börnin.

Skráningafrestur er til 13 mars og þau sem bóka fyrir þann tíma er TRYGGT páskaegg.

Verð er aðeins 5.000 kr.

Þetta er tilvalin páskagjöf til krakkanna frá mömmu og pabba eða afa og ömmu.  Þar sem gjöfin inniheldur þá öflugan fótboltaskóla sem og páskegg fyrir hátíðina.

Við hvetjum ykkur því til að skrá ykkar barn hið fyrsta.

Skráning fer fram hér