Fótbolti - Helena hjá ÍBV út 2025

21.mar.2024  20:00

Eyjakonan Helena Jónsdóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV um það að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Helena hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu og hefur leikið 73 leiki með ÍBV í efstu deild og allt í allt 95 KSÍ leiki. 

Helena, sem er varnarmaður, er fædd árið 2004 og lék fyrsta leikinn sinn fyrir meistaraflokk á sínu 15. aldursári þar sem hún lék samtals 14 leiki í deild og bikar. Jafnt og þétt hefur hún aukið leikjafjöldann sinn ásamt því að hafa verið lykilmaður í 2. flokks liði félagsins. 

Helena var lykilleikmaður í liðinu í fyrra og lék samtals 21 leik í deild og bikarkeppni. Knattspyrnuráð er mjög ánægt með að Helena vilji framlengja samning sinn við liðið og býst ráðið við því að Helena verði mikilvæg í því að koma ÍBV aftur í efstu deild.