Í kvöld lék íslenska landsliðið gegn Slóvenum og beið lægri hlut 33-34 eftir að staðan hafði verið 16-14 okkur í vil í hálfleik. Íslenska liðið var að spila mjög vel mest allan leikinn fyrir utan slaka nýtingu á vítapunktinum. En öfugt við leikinn í gær voru það síðustu 15 mín leiksins sem gerðu útslagið í þessum leik. Eftir góðan 45 mín leik óx Slóvenum ás megin og komu hægt og hljótt aftan af okkar strákum og stálu af þeim sigrinum í miklum spennuleik.
Manni fannst eins og það hefði mátt aðeins huga að breytingum á leik okkar liðs er liðið var að hiksta og jafnvel breyta um varnartaktík þar sem ekki var vörnin að standa sig eitthvað flott í þessum leik eins og 34 mörk segja til um.
Eyjamennirnir í markinu stóðu sig vel og varði Roland 15 skot og Birkir Ívar 2.
Mörk Íslands skoruðu:
Alexander Peterson 7, Róbert Gunnarsson 6/2, Guðjón Valur Sigurðsson 5/1, Markús Máni Michaelsson 4, Dagur Sigurðsson 3, Arnór Atlason 3/3, Vignir Svavarsson 2, Ólafur Stefánsson 2, Einar Hólmgeirsson 1.