Handbolti - Eyjakonur í A-landsliði kvenna í handknattleik

22.feb.2022  16:56
Í gær valdið Arnar Pétursson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna 19 leikmenn til æfinga vegna landsleikja liðsins við Tyrkland í Undankeppni EM 2022.
ÍBV á 3 leikmenn í hópnum að þessu sinni, líkt og í síðasta verkefni, þær Elísu Elíasdóttur, Hörpu Valey Gylfadóttur og Sunnu Jónsdóttur. Það eru svo 2 Eyjakonur til viðbótar í hópnum, Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir en Sandra skrifaði einmitt á dögunum undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið TUS Metzingen.
Landsliðið leikur gegn Tyrklandi þar ytra 2. mars og stelpurnar okkar leika svo heimaleik sinn við Tyrki 6.mars nk á Ásvöllum. Báðir leikir stelpnanna okkar verða í beinni útsendingu á RÚV.
Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í þessu erfiða verkefni sem framundan er!
Áfram Ísland!