Fótbolti - Holly O'Neill til ÍBV

17.jan.2023  10:00

Kanadíski framherjinn Holly O'Neill hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið 2023. Holly kemur til ÍBV frá heimalandinu þar sem hún hefur leikið með Electric City FC síðasta árið. 

Holly sem er 24 ára lék í háskólaboltanum í Kanada og var hún í Memorial University.

Knattspyrnudeild ÍBV bindur miklar vonir við Holly og hlakkar til samstarfsins.