Fótbolti - Todor Hristov tekur við kvennaliði ÍBV

04.nóv.2022  16:20

Við kynnum með stolti nýjan þjálfara Meistaraflokks ÍBV kvenna, Todor Hristov! Hann þarf reyndar vart að kynna fyrir stuðningsmönnum ÍBV því hann hefur þjálfað yngri flokka félagsins síðustu tvö ár. Todor skrifar undir 3ja ára samning við knattspyrnuráð.

Todor kom til Íslands árið 2014 og hefur komið við í Reykjavík, á Vopnafirði og síðustu ár í Eyjum. Hann hefur vakið verskuldaða athygli innan félagsins og víðar fyrir aðferðir sínar og metnað sem þjálfari.

Við viljum bjóða Todor hjartanlega velkominn í nýtt starf um leið og við óskum honum til hamingju. Knattspyrnuráð ÍBV bindur miklar vonir við þessa ráðningu og hlakkar til samstarfsins.

Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!