Fótbolti - Elvis Bwomono til ÍBV

11.maí.2022  15:25

Knattspyrnumaðurinn Elvis Bwomono hefur skrifað undir samning við ÍBV og mun koma til með að leika með liðinu í Bestu Deildinni í sumar. Elvis hefur verið hjá uppeldisfélagi sínu Southend United FC og lék þar t.a.m. undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar fyrir nokkru síðan.

Elvis er 23 ára bakvörður sem nýtur sín best hægra megin á vellinum. Hann mun koma til með að styrkja lið ÍBV í baráttunni í deild og bikar á leiktíðinni en hann fær leikheimild frá og með morgundeginum. Hann á tvo landsleiki fyrir lið Úganda en hann er fæddur þar í landi.

ÍBV væntir mikils af Elvis sem hefur æft með liðinu síðustu vikur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila.