Stór dagur hjá ÍBV - 1.maí

30.apr.2024  10:59

Það verður svo sannarlega mikið um að vera hjá félaginu þann 1. maí.

4.flokkur kvenna í knattspyrnu hefur daginn á Þórsvelli með tveimur leikjum gegn Val. 4.flokkur karla í handbolta tekur svo boltann með tveimur leikjum uppi í íþróttamiðstöð gegn Gróttu og Haukum.

Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hefja svo leik gegn Aftureldingu kl 14:00 á Hásteinsvelli. Mikilvægur leikur í Mjólkurbikarnum. Í hálfleik verður boðið upp á grillaðar pylsur og ís fyrir börnin.

Síðast en ekki síst eru það svo strákarnir okkar í meistaraflokki karla sem standa í ströngu í úrslitakeppni. Fjórði leikur í undanúrslitum gegn FH kl 17:00. Upphitun hefst kl 15:30. Hamborgarar verða til sölu. Aðalstjórn býður upp á fría barnapössun.

Nú er lag að mæta og styðja fólkið okkar. Gerum ÍBV-dag úr þessu. Mætum á völlin og höfum gaman.

ÁFRAM ÍBV