Búningakeppni á Þjóðhátíð 2024

20.jún.2024  09:31

Það verður búningakeppni á Þjóðhátíð í ár! Í tilefni stórafmælis hátíðarinnar hefur Þjóðhátíðarnefnd ákveðið að endurvekja gamla hefð, búningakeppnina. 

Á árum áður var alltaf einstaklega skemmtilegt að sjá fjölbreytta og litríka búninga sem mikill metnaður var lagður í. Þetta setti skemmtilegan svip á hátíðina. 

Þjóðhátíðarnefnd vill einnig hvetja yngri krakka að taka þátt. Það er engin þörf á að skrá einstaklinga eða hópa. Nefnd mun auglýsa það hvar og hvenær hópar og einstaklingar eiga að mæta til að sýna sig og búninga.

Það eru veglegir vinningar í boði.

Með von um góða þáttöku - Þjóðhátíðarnefnd