Fótbolti - Eyþór Daði áfram hjá ÍBV

29.apr.2024  14:00

Eyjamaðurinn Eyþór Daði Kjartansson verður áfram í herbúðum ÍBV eftir að hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild til loka árs. Eyþór sem er fjölhæfur 23 ára leikmaður hefur verið að leika vel í háskólaboltanum fyrir Coastal Carolina University.

Eyþór lék 5 leiki í Bestu deildinni í fyrra og skoraði í þeim leikjum eitt mark, þá skoraði hann einnig eitt mark í fjórum leikjum fyrir KFS. Tímabilin tvö þar á undan lék hann 26 leiki og skoraði í þeim 3 mörk í sterkum KFS liðum sem enduðu í 6. sæti 3. deildarinnar.

Samtals á Eyþór að baki 26 leiki fyrir ÍBV og verða þeir eflaust fleiri í sumar en knattspyrnuráðið fagnar komu Eyþórs og mun hann hefja æfingar með liðinu í dag.