Fótbolti - Valentina aftur til ÍBV

26.apr.2024  13:00

Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV á nýjan leik eftir stutt stopp í Búlgaríu. Hún er 25 ára markvörður sem var varamarkvörður ÍBV á síðustu leiktíð.

Hún hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum um nokkurt skeið og kom upphaflega til ÍBV frá Clayton State háskólanum.

ÍBV hefur leik í sumar með bikarleik við Aftureldingu 1. maí á Hásteinsvelli en fyrsti leikurinn í Lengjudeildinni er einnig gegn Aftureldingu, þó á útivelli, þann 5. maí.