Fótbolti - Valentina Bonaiuto til liðs við ÍBV

20.apr.2023  11:00

Markvörðurinn Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV en hún hefur leikið með Clayton State háskólanum um nokkurra ára skeið. 

Þessi 24 ára markvörður sem er frá Venesúela hefur verið viðloðandi landsliðið þeirra og kemur til með að styðja við Guðnýju Geirsdóttur markvörð ÍBV.

Hún hefur nú þegar hafið æfingar með liðinu og kann vel við sig á eyjunni.

ÍBV hefur leik í Bestu deild kvenna þann 25. apríl er Selfyssingar koma í heimsókn á Hásteinsvöll.