Fótbolti - Jón Kristinn skrifar undir þriggja ára samning

12.jan.2023  10:00

Eyjamaðurinn Jón Kristinn Elíasson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann er 21 árs markvörður sem lék fimm leiki með liðinu í Bestu deildinni í sumar en hann hefur samtals leikið níu leiki fyrir ÍBV í efstu og næst efstu deild.

Jón hefur einnig leikið fimmtán leiki með KFS í deildarkeppni og þrjá í bikarnum. Í sumar fékk ÍBV 10 stig í þeim fimm leikjum sem Jón lék og þar af voru þrír sigrar í fjórum leikjum í úrslitakeppninni. 

Knattspyrnudeildin bindur miklar vonir við Jón Kristin næstu árin en hann er efnilegur markvörður sem hefur bætt sig mikið síðustu ár og heldur því vonandi áfram á samningstímanum.