Fótbolti - Mikilvægur sigur gegn Þrótti

25.sep.2007  09:29

Gestur Magnússon skrifar:

Leikurinn byrjaði fjörlega, við fáum færi strax á annari mínútu en Þróttarar bjarga í horn, upp úr horninum skorar Palli af stuttu færi, vel við hæfi í hans 100 leik fyrir IBV, það má segja að Palli hafi gefið tóninn fyrir liðið, menn börðust allir sem heild. Við láum heldur til baka og beittum hröðum sóknum. Þróttarar voru meira með boltann fengu engin alvöru færi fyrir utan á 15. mín. þegar við björguðum á línu. Þeirra helstu hálffæri voru að koma eftir föst leikatriði, þegar við vorum að brjóta klaufalega af okkur, við okkar eigin vítateig. En undir lok fyrri hálfeiks kemst Gústi upp að endalínu eftir góða sókn upp vinstri kantinn og sendir hann fyrir markið á Jeffsy sem salla- rólegur leggur boltann í netið og staðan 0-2 í hálfeik.

Seinni hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri Þróttarar voru meira með boltann en vörnin var að spila mjög vel sem og Andri og Pétur sem voru á miðjunni. Þróttarar fóru að reyna langa háa bolta fram en Bjarni Hólm og Palli tóku alla skalla boltana, meiri harka færðist í leikinn þegar á leið og fékk Palli eitt gott olnboga skot í andlitið þegar hann vann eitt af sínum fjölmörgu einvígum í leiknum en frekar slakur dómari leiksins lét það vera að spjalda fyrir brotið, þarna var ég orðinn hræddur um að Palli léti skapið fara með sig. Á 80. mín. fengu Þróttarar skallabolta af stuttu færi en Henrik varði glæsilega í horn.

Síðustu 10. mín. lá verulega á okkur og held ég að allir dómar hjá dómaranum hafi verið gegn okkur, Þróttarar fengu cirka 10 aukaspyrnu á jafn mörgum mínútum. Hjörtur Hjartarson minkaði muninn á 90. mín. eftir hornspyrnu en vörninni tókst að halda fengnum hlut þrátt fyrir mikla pressu frá Þrótturum. Og mikilvægur sigur í höfn.

Ég held að það sé óhætt að nefna Palla mann leiksins, hann barðist eins og ljón allan leikinn, vann flest öll sín einvígi og skoraði gott mark, það er eins og að Palli njóti sín vel þegar mikið leggur undir.

Aðrir í vörninni voru einnig að spila vel sem og Andri, Pétur og Jeffsy á miðjunni, aðrir voru ekki eins áberandi eins og skiljanlegt er þegar liðið liggur til baka. Mér hefur fundist liðið spila vel sem heild í síðustu 3. leikjum, sérstaklega varnarlega, nú er bara að klára síðasta leikinn og sjá svo til hvað það gerir fyrir okkur.

Dómari leiksins: Erlendur Eiríksson (einkun 5) Var helst of hliðhollur Þrótturum, nokkrir dómar orkuðu tvímælis einnig hlutir sem hann sleppti.

Lið IBV: Henrik- Arnór, Bjarni Hólm, Palli, Matt- Andri (Andrew), Pétur,Jeffsy,Stefán(Ingi), Bjarni R.(Þórarinn),Gústi