Getraunir - 900

Á hverjum laugardegi mætir fjöldi manns í Týsheimilið til að tippa og styðja í leiðinni við bakið á knattspyrnudeild ÍBV.
 
Mikið fjör myndast oft og oftar en ekki er boðið uppá súpu eða annað góðgæti. Ef þú vilt vera með í hópaleiknum þá er það minnsta mál. Hægt er að hafa samband í síma 481-2861 eða senda tölvupóst á 1x2@ibv.is. Opnunartíminn er á laugardögum á milli 11 og 14. Síðan þegar klukkunni er breytt á Bretlands-eyjum er opið til 13.
 
Getraunanúmer ÍBV er 900.