Yngri flokkar - Ísey María og Kristín Klara á úrtaksæfingar með U-15 hjá KSÍ

02.maí.2024  10:56

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U-15 hjá KSÍ, hefur valið Íseyju Maríu Örvarsdóttur og Kristínu Klöru Óskarsdóttur til að taka þátt í úrtaksæfingum U-15 dagana 9. og 10. maí nk. Æft verður á AVIS vellinum í Laugardal þann 9. maí en staðsetning fyrir seinni daginn verður kynnt í næstu viku.

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið!