Sigurvegari í samkeppni um Þjóðhátíðarmerki

05.mar.2024  15:50

Skömmu fyrir áramót efndi Þjóðhátíðarnefnd til samkeppni um merki Þjóðhátíðar. Dómnefnd fékk sendar tillögur frá þremur aðilum. 

Nefndin tók sér sinn tíma í að velja, enda tillögurnar allar góðar og merkið í ár nokkuð merkilegt þar sem 150 ár eru frá því að við héldum hátíðina í fyrsta skipti.

Sigurvegarinn í ár er Daði Jóhannes Gylfason. Daði er ættaður frá eyjum. en býr núna í Lúxemborg. Við settum okkur í samband við Daða og það kom honum nokkuð á óvart að hann skyldi hafa borið sigur úr býtum. Daði segist vera mikill Þjóðhátíðarmaður en það má svo sem segja um alla hans fjölskyldu. Hann hlakkar til að mæta á hátíðina í ár.

Þjóðhátíðarnefnd vill þakka öllum þeim sem tóku þátt og vill óska Daða innilega til hamingju með sigurinn.