ÍBV "PÚLSINN"

23.feb.2023  12:04

Unglingaráð er að fara af stað með könnun fyrir iðkendur félagsins.

ÍBV “púlsinn” er nafnlaus könnun sem lögð er fyrir iðkendur félagsins frá 1. bekk til og með framhaldsskóla aldurs, en unglingaráð vill taka púlsinn á iðkendum varðandi æfingaumhverfi, virkni á æfingum og líðan.

Unglingaráð óskar eftir því að foreldrar aðstoði iðkendur við að fylla út könnunina samviskusamlega til að gefa sem besta mynd af starfinu okkar.

Ætlast er til að þeir sem stunda bæði hand- og fótbolta fylli út könnunina tvisvar, einu sinni fyrir handbolta og einu sinni fyrir fótbolta. Ef iðkanda finnst svörin vera eins í báðum íþróttum er hægt að skrifa í athugasemdir í lokin að iðkandi sé einnig í handbolta eða fótbolta, eftir því hvað var merkt við í upphafi (og fylla þá bara út einu sinni).

Stefnt er að því að gera þetta tvisvar á ári, í febrúar og september.

Könnunin er aldursskipt, 1.-4. bekkur og 5. bekkur og eldri, og hefur hún verið send á iðkendur og foreldra í gegnum Sportabler.