Félagsfundur ÍBV

13.okt.2022  14:33

Með vísan til 10. gr. laga ÍBV íþróttafélags sem kveður á um að halda skuli almennan félagsfund einu sinni á ári á tímabilinu 15. október - 15. nóvember ár hvert boðar aðalstjórn til félagsfundar fimmtudaginn 20. október n.k. kl. 20:00 í Týsheimilinu.

Dagskrá

  • Ný stjórn kynnir sig og fer yfir stöðu félagsins.
  • Staða uppbyggingarmála og framtíðarsýn.
  • Félagsmönnum gefinn kostur á að kjósa um það hvort staldra eigi við og ræða nánar við Vestmannaeyjabæ um framkvæmd uppbyggingar eða halda áfram vinnu vegna útboðs á gervigrasi.