Fótbolti - Eyþór Orri framlengir

14.jan.2022  09:53

Já, mikið rétt. Eyþór Orri Ómarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Eyþór hefur leikið 35 leiki fyrir félagið og skorað í þeim eitt mark. Á síðasta tímabili var Eyþór lánaður í KFS þar sem hann spilaði 7 leiki og skoraði í þeim 3 mörk.

Til hamingju með samninginn Eyþór og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!