Fótbolti - Þrír efnilegir framlengja!

13.jan.2022  17:52

Við kynnum með ánægju að þeir Arnar Breki Gunnarsson, Björgvin Geir Björgvinsson og Sigurnýjas Magnússon hafi framlengt við ÍBV til næstu tveggja ára. Allir eru þeir fæddir 2002 og glæddu sumarið sem leið lífi hér á Eyjunni.

Arnar Breki lék 19 leiki með KFS í 3. deildinni og skoraði í þeim þrjú mörk. Kraftur hans og dugnaður skipti oft miklu í leikjum liðsins. Björgvin Geir lék 20 leiki í vörninni og stóð sig mjög vel. Björgvin hefur sýnt miklar framfarir síðustu sumur og hélt aftur af mörgum kanntmönnum deildarinnar. Þá lék Sigurnýjas 7 leiki en hann var að jafna sig á meiðslum en hann verður klár í slaginn í sumar, ekki spurning.

Til hamingju með samningana strákar og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!