Fótbolti - Helgi Sig kveður ÍBV

15.sep.2021  16:16
Eftir tvö ár sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV hefur Helgi Sigurðsson óskað eftir að hætta með liðið eftir yfirstandandi keppnistímabil. Frá því ÍBV og Helgi hófu samstarf hafa aðstæður hans breyst og óskaði hann eftir að fá að hætta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. Knattspyrnuráð samþykkti beiðni Helga og líkur sem hér segir samstarfi okkar í mesta bróðerni. 
 
ÍBV tryggði sér sæti í efstu deild í síðasta leik og náði þar með markmiði sínu í sumar með glæsibrag. Knattspyrnuráð vill þakka Helga fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. 
 
Áfram ÍBV; alltaf, alls staðar!
 
Mynd: Alexander Hugi