Fótbolti - Pöbb kviss ÍBV getrauna

20.sep.2019  10:35

Getraunastarf ÍBV þennan vetur hefst á laugardaginn og ætlum við að hita upp með pöbb kvissi í Týsheimilinu á föstudagskvöld. Flestar spurningarnar munu tengjast enska boltanum. Tveir saman í liði og verður hægt að kaupa kalda drykki á meðan spurningum er svarað. Spurningahöfundur og spyrill verður Daníel Geir Moritz.

Gerður verður samskotaseðill sem vinningshafar fá að tippa á. Samskotaseðillinn virkar þannig að allir sem vilja geta lagt í púkk og verður svo tippað fyrir þá upphæð sem safnast. Vinningurinn fer svo til ÍBV. Verðum einnig með aðra vinninga.

Nú er að finna einhvern góðan með sér og skora á aðra ;) Frítt inn.