Gauti, sem hefur leikið 33 leiki í efstu deild og bikar með ÍBV, fer strax á lán til KFS og mun spila með þeim í sumar en ÍBV hefur hinsvegar möguleika á að kalla leikmannin tilbaka úr láni á tímabilinu.
Ánægja er innan knattspyrnudeildar ÍBV með að hafa náð samningi við Gauta sem hefur spilað og æft með liðinu á undirbúningstímabilinu. Einnig er ánægja innan deildarinnar með viðhorf leikmannsins sem er tilbúinn að vera til taks og leggja á sig þá vinnu sem þarf til að spila í efstu deild ef á þarf að halda.
Fyrir hönd knattspyrnudeildar ÍBV,
Hjálmar Jónsson
Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV