Um helgina skrifaði framherjin og markaskorarinn Kristín Erna Sigurlásdóttir undir tveggja ára samning við félagið sitt ÍBV. Þetta eru góðar fréttir en Kristín Erna er óðum að ná sér eftir erfið meiðsli sem hún varð fyrir í fyrra og misst þar af leiðandi að öllu leiktímabilinu. Kristín Erna stefnir að því að koma sterk til leiks áður en flautað verður til leiks í Pepsí deildinni í mai. Kristín Erna hefur leikið 88 leiki með meistaraflokki ÍBV og skorað í þeim 67 mörk sem er glæsilegur árangur.
Í samtali við Kristínu Ernu sagðist hún ekki getað beðið eftir því að spila á ný á Hásteinsvelli.
ÍBV-íþróttafélag óskar Kristínu Ernu góðs bata og vonast til að sjá hana sem fyrst á Hásteinsvelli.
Áfram ÍBV.