Eyjamaðurinn Sigurður Arnar Magnússon hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til ársins 2026. Sigurður hefur spilað lengi með ÍBV og alls 157 KSÍ leiki fyrir félagið, hann á einnig nokkra leiki að baki fyrir KFS sem komu sumarið 2017.
Sigurður hefur samhliða námi leikið með ÍBV síðustu ár en hann lék virkilega vel á nýliðnu tímabili í bandaríska háskólaboltanum og vakti athygli með háskólaliði sínu Ohio State. Sigurður leikur alla jafna sem miðvörður en hann er einnig gæddur eiginleikum sem gera honum auðvelt til að leika framar á vellinum.
Fréttirnar eru mikið gleðiefni fyrir ÍBV og fagnaðarefni að Sigurður taki slaginn með ÍBV í Bestu deildinni.