Lokahóf yngri flokka í fótbolta

22.sep.2023  09:15

Lokahóf 4.-7. flokks fór fram á miðvikudaginn í blíðskaparveðri. Fótboltasumarið gekk vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum og hinum ýmsu opnu mótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi.

4. og 5. flokkar kvenna komust alla leið í undanúrslit Íslandsmótsins og óskar félagið leikmönnum og þjálfurum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Eliza Spruntule, Ragnar Mar Sigrúnarson og Stanislav Dyachenko munu láta af störfum eftir tímabilið, Eliza var með kveðjupartý fyrir 4. fl. kvk um síðustu helgi þar sem hún afhenti viðurkenningar. Við þökkum þeim öllum fyrir gott samstarf og óskum þeim velfarnaðar í nýjum slóðum.

ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni fyrir félagið, framundan er kærkomið frí fyrir bæði þjálfara og iðkendur, síðustu æfingar verða föstudaginn 29. september og hlökkum við til að sjá ferska fætur þegar æfingar hefjast aftur 23. október.

Eftirtaldir iðkendur fengu afhentar viðurkenningar:

 

4. flokkur kvenna

ÍBV-ari, yngra ár: Sóldís Sif Kjartansdóttir

ÍBV-ari, eldra ár: Lilja Kristín Svansdóttir

Mestu framfarir, yngra ár: Sara Björk Bjarnadóttir

Mestu framfarir, eldra ár: Katla Margrét Guðgeirsdóttir og Sandra Björg Gunnarsdóttir

Efnilegust, yngra ár: Tanja Harðardóttir

Efnilegust, eldra ár: Ísey María Örvarsdóttir

 

4. flokkur karla

ÍBV-ari, yngra ár: Arnar Gísli Jónsson

ÍBV-ari, eldra ár: Einar Bent Bjarnason

Mestu framfarir, yngra ár: Arnaldur Bjarni Sveinbjörnsson

Mestu framfarir, eldra ár: Pétur Dan Gunnarsson 

Efnilegastur, yngra ár: Matthías Sigurðsson

Efnilegastur, eldra ár: Sigurmundur Gísli Unnarsson

 

5. flokkur kvenna

ÍBV-ari: Hlín Huginsdóttir

Mestu framfarir: Hrafnhildur Kristín Kristleifsdóttir

Ástundun: Ísafold Dögun Örvarsdóttir

 

5. flokkur karla

ÍBV-ari, yngra ár: Andri Snær Óskarsson

ÍBV-ari, eldra ár: Egill Davíðsson

Mestu framfarir, yngra ár: Þór Albertsson

Mestu framfarir, eldra ár: Breki Freyr Finnsson

Ástundun, yngra ár: Gauti Harðarson

Ástundun, eldra ár: Elvar Breki Friðbergsson