Ísey María og Kristín Klara valdar í úrtakshóp U-15

20.sep.2023  16:01

Þær Ísey María Örvarsdóttir og Kristín Klara Óskarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U-15 ára landsliði stúlkna. 

Þær eru hluti af frábærum 4.flokki kvenna sem fór alla leið í undanúrslit íslandsmótsins á dögunum. Sannarlega frábær árangur hjá þessum efnilegu stelpum.

Áfram ÍBV! Áfram stelpur!

 

Mynd: Af veraldarvefnum.