Þóra Björg Stefánsdóttir og liðsfélagar hennar í U19 landsliði Íslands unnu sigur í æfingamóti sem liðið tók þátt í, á dögunum. Liðið lék við Pólland, gestgjafa Portúgal og loks Walesverja í dag.
Þóra kom við sögu í fyrstu leikjum liðsins, 4:2 sigri á Pólverjum og 3:2 sigri á Portúgal. Þar kom hún inn á undir lok leikjanna en liðið átti frábæra endurkomu á síðustu 5 mínútunum gegn Portúgal.
Í dag var Þóra í byrjunarliðinu og lék 60 mínútur í flottum 4:1 sigri á Wales. Leikurinn var í beinni útsendingu og má sjá hann með því að smella hér.
Frábært mót hjá stelpunum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.