Fótbolti - Nökkvi Már áfram með ÍBV

11.jan.2023  10:00

Eyjamaðurinn Nökkvi Már Nökkvason hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Nökkvi sem er 22 ára varnarmaður hefur verið á mála hjá ÍBV síðan 2017. 

Nökkvi á 26 leiki fyrir ÍBV í deild og bikar en hann spilaði 11 leiki í Lengjudeildinni er liðið fór upp 2021. Samhliða því að hafa spilað með ÍBV síðustu ár hefur Nökkvi leikið í Bandaríkjunum með skólaliði Presbyterian College, þar sem hann hefur verið fyrirliði.

Knattspyrnudeildin er ánægð með að hafa tryggt sér krafta Nökkva áfram næstu tvö árin.