Fótbolti - Fótboltafundur í Týsheimilinu

27.sep.2022  12:45

Á fimmtudag kl. 20.00 verður fótboltafundur í Týsheimilinu. Ekki er um formlegan félagsfund að ræða en fólk er hvatt til að mæta og ræða málefni fótboltans í félaginu. Knattspyrnuráð boðar til fundarins og vill taka púlsinn á öllum þeim Eyjamönnum sem láta sig fótboltann varða; stuðningsmönnum, styrktaraðilum, foreldrum o.s.frv. 

Sjáumst í Týsheimilinu! 

Dagskrá:
- Úrslitakeppni Bestu deildar karla
- Keppnisfyrirkomulag Bestu deildar kvenna 2023
- Mótafyrirkomulag yngri flokka
- Framtíðarsýn m.fl. og yngri floka
- Umræður um Hásteinsvöll og knattspyrnuhús