Fótbolti - Stuðningsmannahittingur á sunnudag í Týsheimilinu!

09.sep.2022  20:00

ÍBV verður með stuðningsmannahitting á sunnudag í Týsheimilinu fyrir leik liðsins í Bestu Deild karla gegn Frömurum.

Hittingurinn verður klukkan 13:00 í Týsheimilinu þar sem Hermann Hreiðarsson mun heilsa upp á mannskapinn og boðið verður upp á gulrótaköku frá Frikka í Eyjabakarí. Með kökunni verður gott að drekka í boði.

Leikurinn, sem hefst klukkan 14:00, er liðinu mikilvægur en ÍBV hefur leikið vel á heimavelli upp á síðkastið og vonumst við til að halda því áfram með stuðningi ykkar. Sigur í leiknum fer langleiðina með að tryggja ÍBV 3 heimaleiki í úrslitakeppninni en einungis tvær umferðir eru til stefnu.