Yngri flokkar - Birna María spilaði í sigri á Færeyingum

16.ágú.2022  18:10

Birna María Unnarsdóttir lék með íslenska landsliðinu skipuðu leikmönnum fæddum 2007 í dag er liðið atti kappi við Færeyinga í æfingaleik í Svangaskarði í Tofti í Færeyjum.

Liðið hefur æft saman síðan á laugardag og verður í Færeyjum fram á föstudag, annar leikur er á dagskrá hjá liðinu. Sá leikur verður á fimmtudaginn og fer fram klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Leikurinn í dag vannst 5:1 en Birna María kom inn á sem varamaður á 60. mínútu leiksins og lék í hægri bakverði. Þetta er fyrsti landsleikur Birnu Maríu sem lék vel þann tíma sem hún var inni á vellinum.