Fótbolti - Guðjón Ernir framlengir!

29.júl.2022  20:04

Við færum ykkur gleðitíðindi á hátíðarstund. Guðjón Ernir hefur framlengt við ÍBV út tímabilið 2024. 
Guðjón kom til ÍBV fyrir tímabilið 2020 og hefur verið í lykilhlutverki allar götur síðan. Þessi öflugi leikmaður kom frá Hetti þar sem hann er uppalinn. 

Hjá ÍBV hefur Guðjón spilað 54 deildarleiki og skorað í þeim tvö mörk. Í sumar hefur hann einu sinni verið valinn í lið umferðarinnar og vakið verðskuldaða athygli í efstu deild.

Það er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði með áframhaldandi samstarf við Guðjóni Erni.

Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar - og gleðilega Þjóðhátíð!