Fótbolti - Madison Wolfbauer til liðs við ÍBV

26.júl.2022  12:35

ÍBV hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Madison Wolfbauer um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Madison er 22 ára gamall sóknarmaður sem lék í næst efstu deild Frakklands fyrr á árinu.

Madison lék með knattspyrnuliði Bowling Green háskólans um nokkurra ára skeið og var valin sóknarmaður ársins í Mið-Ameríkudeildinni í fyrra.

Nú hefur hún flutt til Vestmannaeyja og er klár að hefja leik með liðinu í Bestu deildinni, ÍBV er í 4. sæti deildarinnar og hefur fengið 17 stig eftir 10 leiki. 

Sydney Carr meiddist í upphafi tímabils en henni tókst einungis að leika um sex mínútur með ÍBV áður en meiðsli settu strik í reikninginn.