Samkomulag um sáttahóp

16.júl.2022  15:25

Í dag kl 15:00 mættust forsvarsmenn handknattleiksdeildar, knattspyrnudeildar og aðalstjórnar til að undirrita samkomulag um skipun sáttahóps.

Aðalstjórn dregur ákvörðun um breytta skiptingu tekna til baka frá 15. mars sl. gegn því að sáttahópur um skiptingu milli deilda verði skipaður í félaginu.

Sáttahópurinn skal skipaður fimm aðilum, tveimur aðilum frá hvorri deild í félaginu, alls 4 aðilar, auk formanns hópsins sem mun verða skipaður sérstaklega (af óháðum aðila). Formaður hópsins mun leiða vinnu hans og skal hópurinn skila tillögum til aðalstjórnar félagsins eigi síðar en 25. febrúar 2023. Aðalstjórn mun í framhaldinu taka niðurstöðurnar til yfirferðar með báðum deildum félagsins fyrir aðalfund félagsins árið 2023.

Allir málsaðilar skuldbinda sig jafnframt til að una niðurstöðu þessa sáttahóps.

Það er einlæg von allra málsaðila að vinna þessa hóps muni verða grunnurinn að því að skapa enn sterkara félag til allrar framtíðar.

Áfram ÍBV