Ívar Bessi og Kristján Ingi á æfingar með U-17 hjá HSÍ

05.jún.2022  21:50

Arnar Gunnarsson og Grétar Áki Andersen hafa valið þá Ívar Bessa Viðarsson og Kristján Inga Kjartansson til æfinga 10. og 11. júní. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og koma inn á Sportabler á næstu dögum.

U-17 ára landslið karla tekur þátt í Ólympíuleikum Æskunnar í Slóvakíu dagana 23.-31. júlí

Eftir þessar æfingar verður valinn lokahópur fyrir þetta verkefni.

 

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið!