Fótbolti - Haley Thomas til ÍBV

02.feb.2022  15:29

Bandaríski leikmaðurinn Haley Thomas hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í efstu deild kvenna í ár. Haley kemur frá Weber State University.

ÍBV bindur miklar vonir við Haley og er hún þriðji bandaríski leikmaðurinn sem skrifar undir við ÍBV fyrir komandi leiktíð. Hún er 22 ára miðvörður sem getur einnig leikið aðrar stöður á vellinum.

Á myndinni að ofan má sjá þremenningana sem eru tilbúnar í að láta að sér kveða í Eyjum.