Fótbolti - Tómas Bent framlengir

15.jan.2022  15:30

Hinn efnilegi Tómas Bent Magnússon hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Tómas hefur jafnt og þétt verið að gera sig gildandi í liði ÍBV og hefur hann nú leikið 37 leiki fyrir ÍBV í deild og bikar og skorað í þeim 4 mörk. 

Mikil ánægja er hjá knattspyrnuráði með þennan samning og óskum við Tómasi til hamingju með hann.

Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!