Fótbolti - Guðjón Orri kominn heim!

21.des.2021  12:41

Markmaðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson er snúinn heim og hefur gert 2ja ára samning við ÍBV. Þessi öflugi markmaður kemur til ÍBV frá KR þar sem hann var síðustu tvö ár en áður lék hann með Stjörnunni og Selfossi. Guðjón var síðast hjá ÍBV 2015 þegar hann lék 13 leiki í efstu deild. 

Það er alltaf gaman þegar okkar strákar snúa heim og bjóðum við Guðjón Orra hjartanlega velkominn.

Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!