Fótbolti - Andri Rúnar Bjarnason til ÍBV!

13.des.2021  12:39

Við kynnum með stolti okkar nýjasta leikmann; Andra Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og flytur hann til Eyja í janúar. Hann lék síðast á Íslandi 2017 og jafnaði þá markametið í efstu deild. Síðan þá hefur hann söðlað um erlendis en hann kemur til ÍBV frá Esbjerg.

Þessi öflugi Bolvíkingur mun sannarlega styrkja ÍBV í baráttunni í efstu deild og hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum.

Velkominn á Heimaey Andri og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!