Yngri flokkar - Æfingagjöld 2021

18.jan.2021  09:44

Nú er búið að opna fyrir æfingagjöldin inn á www.ibv.felog.is

Æfingagjöld fyrir 2021 eru þau sömu og 2020, hægt er að ganga frá skráningu iðkenda og greiðslum inn á www.ibv.felog.is. Munið að haka við frístundastyrkinn, ef þið viljið nýta hann.

Eins og áður er aðeins eitt gjald greitt til félagsins fyrir að æfa handknattleik og knattspyrnu, þ.e. alltaf er greitt fullt gjald fyrir aðra greinina en kjósi iðkandi að æfa báðar greinarnar þá þarf ekki að greiða fyrir hina.

Við notum Sportabler til að setja inn æfingar, halda utan um mætingu og samskipti við þjálfara, ef foreldrar/iðkendur eru ekki komnir þar inn er hægt að hafa samband við Siggu Ingu á siggainga@ibv.is til að koma því í lag.