Yngri flokkar - 3. flokkur karla Íslandsmeistari í handbolta 2016

06.maí.2016  08:41

3. flokkur karla lék í gær 5. maí til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við lið FH. Leikurinn fór fram í Dalhúsum heimavelli Fjölnis. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið stál í stál og fór svo að eftir venjulegan leiktíma var staðan 30-30 þar sem að FH-ingar náðu að jafna með tveimur síðustu mörkunum í venjulegum leiktíma. Þetta þýddi framlengdan leik og þegar staðan var 31-33 fyrir FH í síðari hluta framlengingar var brugðið á það ráð að bæta við 7 manninum í sóknina hjá ÍBV sem gerði mikið fyrir liðið, fjögur mörk í röð. FH skoraði eitt mark í lokin en varð sigurinn Eyjapeyja 35-34. Íslandsmeistaratitillinn í höfn og eiga þeir einnig deilarmeistaratitil þetta tímabilið. Frábær árangur hjá strákunum og þjálfurum þeirra. Áður en Logi Snædal Jónsson fyrirliði tók við bikarnum að þá var Ágúst Emil Grétarsson útnefndur maður leikisins hann átti frábæran leik og gerði meðal annars 8 glæsileg mörk.

Þjálfarar 3. flokks eru þeir Svavar Vignisson og Kári Kristján Kristjánsson.