Yngri flokkar - Styttist í lok handboltavertíðar

22.apr.2015  13:27
 4. flokkur kvenna sigraði Selfoss í 8 liða úrslitum í gær (21.4.) með 20 mörkum gegn 15. Þær halda því norður og keppa við Akureyri á morgun (23.4.) um hvort liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn sem fram fer 1. maí. Strákarnir í 3. flokki  mæta HK í Eyjum á morgun (23.4.) hér í íþróttamiðstöðinni og er það einnig barátta um að komast í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn þann 1. maí leikurinn fer fram klukkan 13:30. Unglingaflokkur kvenna er einnig í baráttunni og leika þær gegn Fylki sunnudaginn 26.4. klukkan 13:00. Þar er úrslitaleikurinn einnig í húfi.
Meistaraflokkur kvenna hefur svo leik í undanúrslitum gegn Gróttu sumardaginn fyrsta í Reykjavík og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að hvetja stelpurnar til dáða en leikurinn hefst kl. 17:00.