Yngri flokkar - Tvennir íslandsmeistarar hjá ÍBV í dag

27.apr.2013  20:01

5. flokkur kvenna og 4. flokkur karla

Laugardagurinn 27. apríl var stór dagur hjá ÍBV því að tveir af yngri flokkum félagsins í handbolta tryggðu sér íslandsmeistaratitil. 5. flokkur kvenna eldra ár sem Unnur Sigmarsdóttir þjálfar var í efsta sæti fyrir síðustu túrneringuna sem fram fór nú um helgina, þær stigu engin feilspor og tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn. 4. flokkur karla yngra ár lék til úrslita gegn HK sem voru deildarmeistarar vetrarins, leikurinn fór fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi og gerðu eyjapeyjar sér lítið fyrir og sigruðu leikinn 19-20 og höfðu þeir yfirhöndina allan leikinn. Jakob Lárusson og Grétar Þór Eyþórsson þjálfa strákana, en þetta er jafnframt fyrsti íslandsmeistaratitill ÍBV í handknattleik karla frá upphafi. Guðmundur Sigfússon tók myndina af þessum myndarhóp við komu þeirra til eyja í dag.