Fréttir af meistara og 2.flokki kvenna í fótbolta.

26.apr.2012  15:55
Meistaraflokkur kvenna hefur lokið þátttöku sinni í Lengjubikarnum.  6.lið tóku þátt og enduðu 5 af þeim með jafnmörg stig.  4.lið takast síðan á í undanúrslitum en ÍBV sat eftir á markatölu. Lið Þórs/KA var eina liðið sem ekki fékk stig í keppninni.  Liðið lék gegn Fylki í næstsíðasta leik og sigraði 2-0 með mörkum frá Dönku og Svövu Töru.
Í síðasta leiknum sigruðu stúlkurnar svo lið Þórs/KA 4-1.  Mörkin gerðu Kristín Erna 2, Berglind Björg 1 og Anna Þórunn 1.
2.flokkur kvenna lék í Faxaflóamótinu gegn Haukum og sigraði 5-0.  Mörkin í þeim leik gerðu Bryndís Hrönn 2, Bryndís Jóns 1, Þórey 1, Emilía 1.
2.flokkur kvenna leikur um helgina úrslitaleikinn í B-deild Faxaflóamótsins gegn Fylki.