Æsispenna hjá 4.flokk kvenna

07.sep.2023  13:47

Stelpurnar okkar í 4.flokk kvenna léku í gær gegn Breiðablik2 í 6 liða úrslitum íslandsmótsins í gær. Það er vægt til orða tekið að þessi leikur var gríðarlega spennandi. Eyjastelpur komust yfir með marki frá Petru Mettu Kristjánsdóttur, glæsilegt mark. Blikar jöfnuðu rétt fyrir hálfleik og því jafnt í hálfleik. Eyjastelpur komust aftur yfir með frábæru marki frá Lilju Kristínu Svansdóttur. Það leit allt út fyrir að eyjastelpur væru að sigra leikinn en Blikastelpur jöfnuðu þegar komið var fram í uppbótartíma. Allt jafnt og þá var haldið beint í vítakeppni. 

Í vítakeppni gerði Ísey María Örvarsdóttir sér lítið fyrir og varði öll víti Breiðabliks. Ísey hélt hreinu í vítakeppni. Geri aðrir betur. Eyjastelpur fóru því með sigur af hólmi í svokölluðum "naglbít". ÍBV leikur því í undanúrslitum gegn FH á sunnudaginn.

Við heyrðum aðeins í Ísey Maríu og spurðum hana aðeins út í leikinn.

Hvað skóp þennann sigur?

"Við vinnum vel saman sem lið og fórum jákvæðar inn í leikinn og ætluðum okkur sigur. Þegar við hugsum þannig sem lið þá vitum við alveg hvað við getum"

Það virðist vera alvöru liðsheild í liðinu, ekki satt?

"Liðsheildin er sterk, við höfum æft saman, flestar, í mörg ár og vitum hvað þarf til að hjálpa hvor annarri."

Hvernig leið þér sem markverði í vítakeppni?

"Það er rosalega stressandi en á sama tíma rosalega spennandi og skemmtilegt."

Við verðum líka að spyrja, hvernig heldur maður hreinu í vítakeppni?

"Bara með einbeitingu, heppni og stífum æfingum."

Eliza Spruntule þjálfari flokksins tók saman myndband af leiknum í gær.

Myndband: https://files.fm/u/dgnwsj3qa